SMIÐJAN
FLÚRIÐ
LEÐRIÐ
HÁRIÐ
VARNINGUR
SAMBAND

Flúrið fríkkar manninn!

Í þúsundir ára hefur húðflúr skreytt mannkynið.
Húðflúr er ein af heimsins elstu listgreinum og einstök að því leyti að þú berð listina með þér hvert sem þú ferð.


Húðflúr spyrja ekki um aldur, stöðu eða kyn. Þau eru fyrir alla, konur og karla.
Eini munurinn á þeim sem eru með flúr og þeim sem ekki eru með flúr er að hinn flúraði spáir ekki í hvort þú ert með flúr, eða ekki

Custom Tattoo

Hjá mótorsmiðjunni getur þú fengið draumaflúrið! Sérhannað eingöngu fyrir þig.
Við leggjum mikin metnað í að þú fáir húðflúr sem verður þér til mikillar ánægju og yndisauka um ókomna framtíð! þess vegna teiknum við gjarnan flúr eftir þínum óskum, eingöngu handa þér!

Kíktu í heimsókn til okkar, með þína hugmynd og við munum hjálpa þér eins vel og unnt er með draumaflúrið! Hvort sem það er lítil rós á rassinn eða stærðarinnar bákn yfir allt bakið.

Listamaðurinn Siggi Palli

Siggi Palli er fæddur 1968 í Reykjavík og er uppalinn þar.
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og sótti síðan ýmis námskeið í myndlist.

Hann gekk í Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1990 til 1991 og tók síðan kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1998.
Siggi Palli hefur teiknað, litað og málað síðan hann man eftir sér. Áður vann hann mest vatnslitamyndir en hefur verið að prófa ýmsa tækni í gegnum tíðina.


FORVITINN 

Siggi Palli Tattoo..

HVAR:

LAND:      Ísland
BÆR:       Reykjavík
STRÆTI:   Skipholt 5
VEFPÓSTUR:
motorsmidjan(hjá)motorsmidjan.is

Njósnaðu um okkur á:

  • Facebook

Hvers vegna:

  • Erum við til?
  • Er himininn blár?
  • Er flúrið vont?
  • Leður?
MÓTORSMIÐJAN SÍMI: 5554555
SMIÐJAN
FLÚRIÐ
DREKINN
HÁRIÐ
VARNINGUR
SAMBAND

Copyright 2011. PISTON PILOTS DESIGN