STAÐURINN
Hjá okkur getur þú: Fengið kaffi, mat í hádeginu, spjallað um daginn og veginn, logið og ýkt, selt hjólið þitt, keypt annað, selt gallan eða hjálminn þinn, keypt annan, fengið þér húðflúr, og annað, látið Drekann leðra þig upp eða Smutty Smiff klippa þig og raka! Komdu og skoðaðu úrvalið hjá okkur!
HVAÐ GERIST
Félagasamtök, klúbbar og aðrir sem þurfa á samastað að halda geta komið til okkar og haldið fundi, veislur, námskeið ofl. Hjá okkur eru flestir velkomnir, nánast hvenær sem er! Hafðu samband ef þig vantar samastað eða ýttu á FORVITINN undir til að finna út hver er hjá okkur og hvenær!
FRÉTTIR
Eins og allir vita er félögum boðið upp á einfaldan mat í hádeginu hjá Mótorsmiðjunni. Notaðu tækifærið og skelltu þér í mat til okkar og hittu aðra mótorhausa og velunnara í vernduðu umhverfi þar sem hverjum og einum líður eins og heima! Það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur! Ertu FORVITINN?




